20 stiga hita spáð á föstudag

Kort/Veðurstofa Íslands

Ekki er útlit fyrir að veðrið breytist mikið næstu daga. Áfram verður blautt fyrir sunnan og vestan en þurrt á Norður- og Austurlandi. Spáð er 20 stiga hita á Norðausturlandi á föstudag. 

„Nú er hann lagstur í dæmigerðar sunnanáttir með vætu sunnan- og vestanlands, en þurrviðri á Norður- og Austurlandi, jafnvel sólarglætur og ekki útlit fyrir breytingar á næstu dögum. Spáð er hlýindum á norðaustanverðu landinu og nær líklega 20 stigum á föstudag yfir hádaginn. Heldur svalara í súldinni fyrir sunnan, fer hiti varla mikið yfir 10 stig á þeim slóðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Í dag er varað við hvössum suðvestanvindstrengjum sums staðar á norðvestanverðu landinu,  einkum á Tröllaskaga.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðvestan 10-18 m/s, hvassast NV-lands. Súld eða rigning með köflum, en þurrt að kalla NA til. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir austan.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 8-13 m/s og rigning eða súld með köflum, en víða bjartviðri NA-lands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.

Á föstudag:
Suðaustlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða súld, en bjartviðri NA-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi.

Á laugardag:
Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt léttskýjað NA til og áframhaldandi hlýindi.

Á sunnudag (hvítasunnudag):
Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir, en þurrt að kalla NA-lands. Heldur kólnandi veður.

Á mánudag (annan í hvítasunnu):
Líklega hæg suðvestlæg átt, þurrt að kalla og milt veður.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi suðvestanátt og fer að rigna SV-lands um kvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert