Gæsluvarðhald framlengt í fíkniefnamáli

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í aðgerðum lög­regl­unn­ar í og við Hval­fjarðargöng …
Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í aðgerðum lög­regl­unn­ar í og við Hval­fjarðargöng í lok fe­brú­ar, en lagt hef­ur verið hald á tals­vert af fíkni­efn­um í tengsl­um við málið. mbl.is/Árni Sæberg

Fjór­ir karl­menn, sem hand­tekn­ir voru í aðgerðum lög­regl­unn­ar við Hval­fjarðargöng í lok febrúar, hafa verið úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 19. júní.

Rannsókn lögreglu á málinu, sem varðar fíkniefni, er lokið og er það því komið til héraðssaksóknara. Ákæra hefur ekki verið gefin út í málinu samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara. 

Upphaflega voru fimm handteknir í aðgerðum lögreglunnar við göngin í febrúar en farið var fram á gæsluvarðhald yfir fjórum. Lagt hef­ur verið hald á tals­vert af fíkni­efn­um í tengsl­um við málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert