Goslokum fagnað með nokkuð breyttu sniði

Frá Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.
Frá Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Goslokahátíð

Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum fer fram fyrstu helgina í júlí eins og hefð er fyrir. Hátíðin verður þó með nokkuð öðru sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins. 

Hátíðin í ár verður töluvert frábrugðin hátíðum undanfarinna ára sökum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tekin hefur verið ákvörðun um að einblína á barnadagskrá og minni lista- og menningarviðburði. 

Þá verður gætt að reglum um fjarlægðartakmarkanir og sóttvarnir í samráði við aðgerðastjórn almannavarna við skipulagningu viðburða. 

Í færslu hátíðarinnar á Facebook 18. maí var óskað eftir samstarfi einstaklinga og fyrirtækja sem hafa áhuga á að koma að hátíðinni, hvort heldur sem er með hugmyndum, ábendingum, spurningum eða öðru. Unnið er að því að gera hátíðina sem ánægjulegasta með þeim takmörkunum sem fyrir liggja. 

Goslokahátíðin var fyrst haldin árið 1974, ári eftir að eldgosinu í Heimaey lauk 3. júlí 1973. 

Frá Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.
Frá Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Goslokahátíð
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert