Mikill viðbúnaður en reyndist gabb

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og björgunarsveitum í Árnessýslu í nótt er tilkynnt var um að manneskja hefði fallið í Ölfusá. Í ljós kom að um gabb var að ræða. Vísir greinir frá þessu og að manneskjan sem hafi tilkynnt málið hafi verið handtekin og gisti fangageymslur lögreglu.

Ekki hefur tekist að ná í lögregluna á Suðurlandi í morgun vegna málsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjörg, voru björgunarsveitir kallaðar út klukkan 00:20 í nótt og voru nokkrir tugir björgunarsveitarmanna komnir á vettvang og byrjaðir að leita á landi og á bátum þegar útkallið var afturkallað um 1:30 í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert