Talsvert klifur að koma Páli á loft

Páll Sveinsson er stássgripur á Flugsafni Íslands fyrir norðan. Hér …
Páll Sveinsson er stássgripur á Flugsafni Íslands fyrir norðan. Hér sést vélin í litum Icelandair, sem hefur stutt við útgerð Þristavinafélagsins. mbl.is/Sigurður Bogi

„Okkur finnst nauðsynlegt að koma vélinni í loftið og viljum ekki láta ár falla út í þessari löngu sögu,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.

Félagið á og stendur að útgerð á Þristinum svokallaða: Douglas C-47A-flugvélinni Páli Sveinssyni sem lengi var í eigu Landgræðslunnar og þar áður Flugfélags Íslands.

Yfir vetrartímann er flugvélin á Flugsafni Íslands á Akureyri. Þar voru nemendur í flugvirkjun í vetur og sinntu reglubundinni skoðun á gripnum undir handleiðslu fagmanna. Nú er beðið eftir hlutum sem þarf í annan hreyfil vélarinnar og sú viðgerð er minniháttar mál. Eftir það ætti vélin að vera flugfær.

Þurfa tvær milljónir króna

Þristavinir telja sig þurfa um tvær milljónir króna fyrir sumarúthaldið á Páli Sveinssyni, sem venjulega er flogið 10-20 klukkustundir á ári. Ferðirnar hafa gjarnan tengst flughátíðum eða öðrum slíkum atburðum, að því er fram kemur í Mogrunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »