Þurfa að samþykkja frumvarpið fyrir mánaðamót

Samþykkja þarf frumvarpið fyrir mánaðamót þegar eldra úrræði rennur út.
Samþykkja þarf frumvarpið fyrir mánaðamót þegar eldra úrræði rennur út. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samþykkja þarf frumvarp um framlengingu hlutabótaleiðar fyrir mánaðamót. Eldra úrræði rennur út á sunnudag. 

Frumvarpið er nú statt hjá velferðarnefnd Alþingis sem fundaði um málið í morgun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir að til standi að funda aftur síðar í dag og á morgun. 

Stefnt er að því að nefndin afgreiði frumvarpið á morgun og að það fari í 2. umræðu inni á þinginu á morgun eða föstudag. Þá er stefnt að 3. umræðu strax að 2. umræðu lokinni, og þá að atkvæðagreiðslu. Allt þarf þetta að gerast fyrir mánaðamót. 

Með frumvarpinu er lagt til að framlengd verði heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta til launamanna samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda, sem og heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta sjálfstætt starfandi einstaklinga vegna verulegs samdráttar í rekstri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert