Um 15 þúsund færri á hlutabótum en í apríl

Þúsundir hótelherbergja standa nú auðar í Reykjavík. Ferðaþjónustan varð fyrir …
Þúsundir hótelherbergja standa nú auðar í Reykjavík. Ferðaþjónustan varð fyrir gífurlegu tekjufalli í faraldrinum. mbl.is/Árni Sæberg

Vinnumálastofnun áætlar að um 19 þúsund manns verði á hlutabótum um mánaðamótin. Til samanburðar voru mest 34 þúsund manns á hlutabótum í apríl. Gangi áætlunin eftir verða því 15 þúsund færri á hlutabótum en þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir það geta haft mikil áhrif á atvinnustigið ef ferðaþjónustan fer af stað í sumar. Spáin sé varfærnisleg.

Rekstur margra fyrirtækja nálgast eðlilegt horf eftir tilslökun á samkomubanni í byrjun vikunnar. Má þar nefna líkamsræktarstöðvar en þær urðu fyrir miklu tekjufalli.

Að sögn Björns Leifssonar, stofnanda World Class, fóru um 120 starfsmenn félagsins á hlutabótaleiðina, eða um helmingur, en sneru aftur í fullt starf í gær. „Ég hef ekki sagt einum einasta manni upp,“ segir Björn. Félagið standi ágætlega þrátt fyrir tekjufall í vor. „Ég kvarta ekki. Það eru margir í miklu verri stöðu en við. Við stóðum vel fyrir,“ segir Björn um stöðuna í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert