Veldur sífelldum ruglingi

Orkuveituhúsið í breyttu útliti.
Orkuveituhúsið í breyttu útliti.

Tveggja komma sex milljarða króna tap Orkuveitu Reykjavíkur á fyrsta fjórðungi þessa árs er tilkomið vegna gangvirðisbreytinga sem stjórnast af samningum um raforkuverð til Norðuráls, að sögn Bjarna Bjarnasonar, forstjóra fyrirtækisins.

Hann segir í samtali í ViðskiptaMogganum í dag, að það sem valdi sífelldum ruglingi varðandi uppgjör félagsins sé færsla í reikningnum sem kallast „gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum“. Þar er um að ræða 7,8 milljarða kostnað á nýliðnum fjórðungi. „Í raun og veru eru þetta ekki peningar, heldur bara reiknaðar stærðir. Ég kalla þetta stundum froðu,“ segir Bjarni.

Bjarni bendir á að ef álverð er hátt, þá getur afkoma fyrirtækisins að sama skapi orðið of jákvæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert