Fundur um brunamál

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tekur til máls.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tekur til máls. mbl.is/Eggert

Klukkan 13.30 hefst fundur á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem kynntar verða fyrirhugaðar breytingar á bruna- og eiturefnavörnum á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu, þar sem bent er á að miklar umræður og fréttaumfjöllun hafi að undanförnu verið um bruna, brunatjón og afleiðingar brunasára.

„Ný skýrsla, sem gerð verður opinber á næstu dögum, kemur því á góðum tíma svo sameinast megi um að gera átak á þessu sviði.“

Stefna og framtíðarsýn

Fyrst mun Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynna breytingar bæði á brunaeftirliti og störfum því tengdu, sem og þörfinni fyrir auknar fjárveitingar á mörgum sviðum brunavarna. Bæði til að styðja einstök slökkvilið og til að bæta sérhæfðan viðbúnað við mengunarslysum, stórbrunum og öðrum alvarlegum atvikum.

Því næst mun Davíð Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fara yfir stefnu og framtíðarsýn stofnunarinnar í málaflokknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert