Deilt um hundagerði og hjólabraut

Margir lýsa óánægju með fyrirhugaðar breytingar við Vesturbæjarlaug. Þar á …
Margir lýsa óánægju með fyrirhugaðar breytingar við Vesturbæjarlaug. Þar á m.a. að koma hundagerði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil óánægja með fyrirhugaðar breytingar á lóðinni í kringum Vesturbæjarlaug birtist í athugasemdum sem borgaryfirvöldum bárust vegna málsins. Ráðgert er að koma fyrir hundagerði á lóðinni, festa í sessi grenndargámastöð og fækka bílastæðum lítillega, að því er segir í lýsingu.

Ef marka má athugasemdir virðist þó nokkuð málum blandið í hverju breytingarnar felast. Þannig er staðhæft að í auglýsingunni sé ruglað saman raunverulegu ástandi á lóðinni og gildandi deiliskipulagi. Þegar talað sé um að fækka bílastæðum er miðað við deiliskipulag. Í raun séu færri stæði á lóðinni en deiliskipulag kveður á um. Eftir breytingarnar verði því fleiri stæði þar en nú eru. Grenndargámastöð sé ekki á deiliskipulagi nú en hins vegar sé vissulega grenndargámastöð á svæðinu.

Vel nýttur almenningsgarður

Margir hundaeigendur gera athugasemd við stærð fyrirhugaðs hundagerðis. Er það sagt mun minna en kosið var um í íbúakosningu árið 2018 auk þess sem staðsetning er önnur en upphaflega var áætluð. Gerðið sé of lítið til að nýtast stærri hundum og nálægð við götu bjóði hættunni heim, bæði fyrir hunda og barnafólk. Bent er á að hundafólk hafi nýtt sér túnið um árabil í sátt og samlyndi við aðra en með þessum framkvæmdum sé komið í veg fyrir það, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert