Eldur kviknaði eftir bílveltu

Fólkið er talið hafa sloppið með minni háttar meiðsli.
Fólkið er talið hafa sloppið með minni háttar meiðsli. mbl.is/Þorgeir

Tvennt var í bíl sem valt á Eyjafjarðarbraut eystri við Kálfagerði í Eyjafirðinum á ellefta tímanum í kvöld. Eldur kom upp í bílnum eftir veltuna en hann var ekki mikill og náðist að slökkva hann fljótt og örugglega samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.

Slökkviliðið var einnig kallað á vettvang, en liðsmenn þess hafa haft í nægu að snúast í dag vegna stórbruna í Hrísey.  

Ungt fólk var í bílnum og var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Talið er að þau hafi sloppið með minni háttar meiðsli. Lausamöl var á veginum þar sem bíllinn valt.

mbl.is