Eru að ná tökum á eldinum — mikill reykur

Horft yfir Hrísey snemma í morgun.
Horft yfir Hrísey snemma í morgun. Ljósmynd/Sindri Swan

„Við erum að ná tökum á þessu,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, um eldinn sem kom upp í gamla frystihúsinu í Hrísey snemma í morgun. Eldurinn barst í nærliggjandi iðnaðarhús en slökkviliðinu tókst að slökkva þann eld.

Ólafur segir að á síðasta hálftímanum eða svo hafi tekist að stöðva útbreiðslu eldsins og unnið er að því að slá á mengun og slökkva þá elda sem enn loga.

Slökkviliðsstjórinn segir að eldurinn hafi borist í salthúsið, við hliðina á frystihúsinu. Slökkviliðsmenn hafi hins vegar verið snöggir að slökkva eldinn í salthúsinu. 

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri.
Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þrátt fyrir að slökkvilið sé að ná tökum á eldinum ítrekar Ólafur að mikill reykur og mengun sé á svæðinu. Íbúar eru beðnir um að loka öll­um glugg­um hjá sér og auka kynd­ingu.

Hér má sjá myndskeið sem Laimonas Rimkus birti af eldsvoðanum á facebook.

2020.05 28 K og G Hrisey

Posted by Laimonas Rimkus on Fimmtudagur, 28. maí 2020
mbl.is