Fundu tæplega hundrað plöntur

Frá kannabisræktun. Mynd úr safni.
Frá kannabisræktun. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun fyrr í vikunni þegar gerð var húsleit að fenginni heimild, að sögn lögreglu. Hafði ræktuninni verið komið fyrir í þremur tjöldum á háalofti húsnæðis, að því er fram kemur í sérstakri tilkynningu sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent fjölmiðlum.

Fullyrt er að í tjöldunum hafi verið tæplega hundrað plöntur á ýmsum ræktunarstigum. Þá hafi fundist kannabisefni í pappakassa á gólfinu svo og plöntur sem hengdar hafi verið upp til þurrkunar í lofti rýmisins.

„Efnið sem þannig hafði þegar verið verkað til neyslu vóg tæp þrjú kíló,“ segir í tilkynningu embættisins. 

Húsráðandi hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglstöð þar sem hann er sagður hafa játað brotið. Plöntur, efni, tól og tæki mun lögregla hafa fjarlægt, til að eyða þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert