Geitungar vaknaðir

Geitungabú.
Geitungabú. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Geitungar eru vaknaðir af vetrardvala og komnir á ferðina hér á landi. Voru þeir jafnframt eilítið fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár. Matthías Alfreðsson skordýrasérfræðingur segir að geitungar láti iðulega sjá sig um miðjan maímánuð.

„Þeir eru mögulega eitthvað fyrr á ferðinni í ár, en drottningarnar vakna oftast af dvala vetrarins upp úr miðjum maí. Það kann þó að vera fyrr ef vorar snemma,“ segir Matthías og bætir við að tíðarfar skipti máli.

„Tíðarfar getur vissulega haft áhrif á geitungastofna en það koma góð ár og slæm ár þannig að á endanum jafnast þetta nokkurn veginn út,“ segir Matthías.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert