Herjólfur þarf enn olíu á heimleiðinni

Hleðsla í heimahöfn. Herjólfur hlaðinn við bryggju í Vestmannaeyjum
Hleðsla í heimahöfn. Herjólfur hlaðinn við bryggju í Vestmannaeyjum mbl.is/Óskar P. Friðriksson

„Það eru allir í viðbragðsstöðu og um leið og samgöngur opnast milli landa skýrist hvenær hægt verður að ganga frá þessum tengingum. Það er töluverð pressa að fá þetta inn, ég veit að Vegagerðin hefur þrýst á þar um,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.

Herjólfur hefur frá því í janúar siglt á hreinu rafmagni frá Vestmannaeyjum en enn á eftir að ljúka stillingum, forritun og öðrum frágangi við hleðslukerfið í Landeyjum. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið verkið.

„Við siglum því enn blandaðri siglingu frá Landeyjahöfn til Eyja, á olíu og rafmagni, en væntum þess að erlendir sérfræðingar komist hingað innan tíðar til að ljúka framkvæmdum í Landeyjahöfn.“

Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er talsvert mál að ganga frá umræddum hleðslubúnaði og stilla hann. Sérfræðingar frá ABB og Stemmann Technik þurfi að finna hentugan tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »