Kæru Pipar/TBWA vegna markaðsátaks hafnað

Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kæru auglýsingastofunnar Pip­ar/​TBWA vegna ákvörðunar Ríkiskaupa …
Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kæru auglýsingastofunnar Pip­ar/​TBWA vegna ákvörðunar Ríkiskaupa um að ganga að til­boði bresku aug­lýs­inga­stof­unn­ar M&C Sa­atchi í verk­efn­inu „Ísland – sam­an í sókn“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kæru auglýsingastofunnar Pip­ar/​TBWA vegna ákvörðunar Ríkiskaupa um að ganga að til­boði bresku aug­lýs­inga­stof­unn­ar M&C Sa­atchi í verk­efn­inu „Ísland – sam­an í sókn“.

Kærunefndin féllst á kröfu Íslandsstofu, Ríkiskaupa og auglýsingastofunnar M&C Saatchi um að sjálfkrafa stöðvun útboðs um afmarkaðan hluta markaðsátaksins „Ísland saman í sókn“ yrði aflétt. Nefndin komst að þessari niðurstöðu í gær. 

Málið snýst um markaðsátakið „Ísland – sam­an í sókn“, sem stjórn­völd ákváðu að ráðast í til land­kynn­ing­ar á Íslandi sem ferðamannastaðar á er­lend­um mörkuðum í kjöl­far COVID-19.

Pip­ar/​TBWA taldi að brotið hafi verið gegn lög­um um op­in­ber inn­kaup með þátt­töku M&C Sa­atchi, þar sem brotið hafi verið m.a. gegn jafn­ræðis­reglu lag­anna og auk­in­held­ur hafi verið horft fram hjá sér­stöku hæfi M&C Sa­atchi, sem Pip­ar/​TWBA tel­ur að hefði átt að úti­loka þátt­töku fé­lags­ins í útboðinu.

Jafnræði bjóðenda var ekki raskað

Í niðurstöðu kærunefndarinnar kemur fram að ekki verði séð að jafnræði bjóðenda hafi verið raskað með ólögmætum hætti með vísan til þess að M&C Saatchi Ltd. sé ekki virðisaukaskattskyldur aðili hér á landi, en miða verður við að fyrirtækinu beri að skila virðisaukaskatti af keyptri þjónustu fyrirtækisins á Íslandi. 

Pip­ar/​TBWA krafðist þess að til­boð M&C Sa­atchi yrði metið ófull­nægj­andi og að gengið yrði til samn­inga við Pip­ar/​TBWA. Þá krafðist Pipar/TBWA þess að fyr­ir­huguð samn­ings­gerð yrði stöðvuð um stund­ar­sak­ir á meðan kær­u­nefnd­in leys­ir úr kær­unni. Á það var ekki fallist. 

Í niðurstöðu kærunefndarinnar segir m.a. að þau gögn og upplýsingar sem liggja fyrir nefndinni beri ekki með sér að M&C Saatchi Ltd. eða einstaklingar sem koma fram fyrir hönd fyrirtækisins hafi verið sakfelldir með endanlegum dómi fyrir svik, spillingu eða önnur brot.

Pipar/TBWA benti á í aðdraganda kærunnar að breska fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur hafið rann­sókn á M&C Saatchi vegna 11,6 millj­óna punda, rúm­lega tveggja millj­arða króna, bók­halds­brota og hafa stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins jafn­framt viður­kennt að rang­færsl­ur í bók­haldi þess gætu náð mörg ár aft­ur í tím­ann.

Brot gegn lögum um opinber innkaup við framkvæmd útboðsins voru ekki framin að mati nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert