Kári segir skimun koma til greina

Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í lok mars.
Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í lok mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir það koma til greina að fyrirtækið taki þátt í skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli.

Þessu greindi hann frá í samtali við RÚV að loknum fundi sem var haldinn í Stjórnarráðinu.

Kári sagði við Kastljós í gærkvöldi að Íslensk erfðagreining muni ekki aðstoða við verkefnið ef heilbrigðisráðuneytið hefur umsjón með því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert