Spáir 490 milljarða halla

Höfuðáhersla verður á að skapa ný störf.
Höfuðáhersla verður á að skapa ný störf. mbl.is/​Hari

Fjármálaráðuneytið áætlar að halli á ríkissjóði verði alls 490 milljarðar í ár og á næsta ári. Miðað er við afkomu á rekstrargrunni. Þessi uppsafnaði halli samsvarar 5,35 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

Talan gæti hækkað. Þannig er óvissa um skattskil og hugsanlegar afskriftir af stuðnings- og viðbótarlánum ríkissjóðs til fyrirtækja. Telur ráðuneytið þetta geta kostað ríkissjóð 62 milljarða. Að auki spáir ráðuneytið því að halli á ríkissjóði, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), geti numið 3-4% 2022-25.

Skuldirnar aukast mikið

Fyrir vikið kunni skuldir hins opinbera að verða 50-55% af VLF í lok tímabilsins. Þær voru til samanburðar komnar niður í 28% áður en kórónuveirufaraldurinn braust út.

Gangi spáin eftir hefur árangur síðustu ára við að lækka ríkisskuldir þurrkast út. Þar með talið ávinningur ríkissjóðs af afnámi hafta, sem skilaði hundruðum milljarða. Vaxtakjör eru þó allt önnur. Spáin birtist í frumvarpi vegna laga um opinber fjármál en óvissa er sögð um framvindu efnahagsmála.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ekki sé ráðlegt að hækka skatta í núverandi ástandi. Leggja verði höfuðáherslu á að skapa ný störf og stöðva þurfi þá útþenslu ríkisútgjalda sem verið hafi síðustu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »