Um 0,9% þjóðarinnar hafa myndað mótefni

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt mælingum Íslenskrar erfðagreiningar hafa 0,9% þjóðarinnar, fyrir utan þau sem voru með staðfest smit og í fóru í sóttkví, myndað mótefni gegn kórónuveirunni.

Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á fræðslufundi vegna COVID-19 sem fór fram fyrr í kvöld. 

Íslensk erfðagreining hóf að mæla fyrir mótefni fyrr í þessum mánuði og að sögn Kára sýnir sú mæling að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé enn þá berskjaldaður fyrir veirunni. 

mbl.is