Verðmæti ríkisbanka snarminnkar

Ef miðað er við markaðsvirði Arion banka má ráðgera að eignarhlutur ríkisins í Íslands- og Landsbanka hafi dregist saman um ríflega 100 milljarða króna frá áramótum. Í upphafi árs var P/B hlutfall Arion banka rétt undir 0,8 kr. en hefur frá þeim tíma lækkað um ríflega 30% og stendur nú í tæplega 0,54 kr.

Séu sömu hlutföll yfirfærð á ríkisbankana má fljótt sjá að verðmæti þeirra hefur hríðfallið undanfarna mánuði.

Að sögn Snorra Jakobssonar sérfræðings í greiningum er ljóst að tækifæri til sölu á framangreindum eignarhlut er runnið ríkissjóði úr greipum í bili. Selja hefði þurft hlut ríkisins í bönkunum talsvert áður en áhrifa kórónuveirunnar tók að gæta hér á landi. „Það er alltaf hægt að rífast um hvenær rétti tíminn til að selja er. Það hefði þó verið betri að losa um þetta fyrir ári. Svo má jafnvel segja að selja hefði átt hlut ríkisins fyrir 3-4 árum,“ segir Snorri og bendir á að Bankasýsla ríkisins, sem heldur á eignarhlut ríkisins í bönkunum, hafi upphaflega verið sett á tímabundið. Átti hún að starfa í að hámarki fimm ár, en frá þeim tíma eru nú liðin rétt um 11 ár. Sala á umræddum hlut virðist jafnframt ekki vera í sjónmáli.

Háar eiginfjárkröfur eru á íslenskum bönkum, sem jafnframt hefur orðið til þess að erfitt hefur reynst að ná upp góðri arðsemi eigin fjár. Að sögn Snorra er mikilvægt að eiginfjárkröfur á banka séu nú lækkaðar. Slíkt geti skipt sköpum í núverandi ástandi, að því er ftam kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert