Vilja að fyrirtæki endurgreiði uppsagnarstuðning

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mældi fyrir breytingatillögum Samfylkingarinnar á …
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mældi fyrir breytingatillögum Samfylkingarinnar á þingi í dag. mbl.is/Hari

Samfylkingin dregur í efa að stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti tryggi réttindi launafólks og geti jafnvel unnið gegn launafólki. Þá kallar Samfylkingin eftir því að fyrirtækjum sem nýti sér þennan stuðning sé gert að endurgreiða hann, þeim fyrirtækjum sem hafi komist hjá skattgreiðslum í gegnum skattaskjól sé ekki heimilt að nýta stuðninginn né þeim sem greiða eigendum sínum eða æðstu stjórnendum mánaðarlaun sem nema hærri fjárhæð en þremur milljónum króna og skilyrði sé sett um áætlun fyrirtækjanna í loftslagsmálum. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en umræður um frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti eru nú til umræðu á Alþingi.

Fá beinlínis stuðning til að segja upp

Með uppsagnaleiðinni fá atvinnurekendur beinlínis sérstakan stuðning til að segja upp fólki. Töluverðar líkur eru á því að hvatinn verði í þá átt að segja fólki upp frekar en að framlengja ráðningarsamband með hlutabótaleiðinni.

Samfylkingin leggur til að fyrrnefnd endurgreiðsla verði í formi tekjuskattsauka sem svari 10 prósentustigum til viðbótar við núverandi tekjuskattsprósentu.  

Þannig greiði fyrirtæki tekjuskattsauka, fyrst 2023 og að hámarki næstu tíu ár,“ segir í tilkynningunni.

Þau sem nota skattaskjól geta líka sótt stuðning

Þar kemur fram að engar hindranir standi í vegi fyrir því að aðilar sem hafa komist hjá skattgreiðslum í gegnum skattaskjól, geti nýtt sér uppsagnarleiðina.

Fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd hefur áður lagt fram tillögu um að útiloka þá sem nýta sér skattaskjól og aflandsfélög fái stuðningi úr ríkissjóði vegna COVID-19. Sú tillaga var felld. Engu minni ástæða er nú en þá að leggja fram slíka tillögu og er það því gert að nýju með breyttu sniði en sama markmiði.

Skilyrði um áætlun í loftslagsmálum er lögð til sem skilyrði fyrir stuðningi. „Krafan er sú að fyrirtæki taki stöðuna hjá sér á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2019 og leggi fram áætlun um árlega minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda næstu fimm árin. Miðað er við að skilyrðið eigi við fyrirtæki sem segir upp 10 starfsmönnum eða fleiri í fullu starfi,“ segir í tilkynningunni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert