Afneitað í fjórða sinn

Hin nýja kirkja bæjarins á að rísa á miðsvæði Hvolsvallar.
Hin nýja kirkja bæjarins á að rísa á miðsvæði Hvolsvallar. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Stórólfshvolssóknar um ógildingu á úrskurði áfrýjunarnefndar Þjóðkirkjunnar vegna styrkveitinga úr jöfnunarsjóði sókna til byggingar nýrrar kirkju á Hvolsvelli.

Sóknin fékk styrk úr sjóðnum á árunum 2009 og 2010 og vilyrði fyrir 10 milljóna króna styrk fyrir árið 2011. Þegar á reyndi dró kirkjan loforðið til baka á þeim forsendum að sóknin hefði ekki fullnægt settum skilyrðum.

Síðan hefur málið gengið á milli úrskurðarnefndar og áfrýjunarnefndar og farið tvisvar sinnum fyrir héraðsdóm. Sóknarnefndin vann málið á fyrsta stigi, fyrir úrskurðarnefndinni, en kröfu hennar hefur síðan verið hafnað fjórum sinnum af áfrýjunarnefnd og héraðsdómi. Kirkjan átti að vera við Suðurlandsveg, í miðbæ Hvolsvallar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »