Borgarstjóri vígði rauntímaupplýsingar Strætó

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var viðstaddur er fyrstu rauntímaupplýsingarnar birtust …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var viðstaddur er fyrstu rauntímaupplýsingarnar birtust í strætóskýlinu við Lækjargötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég trúi að þetta sé eitt stærsta framfaraskref fyrir almenningssamgöngur á Íslandi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, um þau tímamót sem urðu í dag þegar rauntímaupplýsingar frá Strætó hófu að birtast í öllum stafrænum strætóskýlum í Reykjavík.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var viðstaddur er fyrstu rauntímaupplýsingarnar birtust í strætóskýlinu við Lækjargötu og var hrifinn af, ef marka má ljósmyndir sem ljósmyndari mbl.is á svæðinu tók.

Við 56 strætóskýli með LED-skjám geta notendur Strætó nú séð hve margar mínútur eru í næsta vagn, en stefnt er að því að fjöldi skýla sem sýna þessar hagnýtu upplýsingar verði orðinn 100 fyrir árslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert