Brjálað að gera hjá sólbaðsstofum eftir samkomubann

Mörg hundruð manns voru með bókaðan tíma hjá sólbaðsstofunni Smart þegar reglur vegna samkomubanns voru rýmkaðar. Þetta segir Ómar Ómarsson, eigandi Smart, í Morgunblaðinu í dag.

Að hans sögn var mikil eftirvænting meðal viðskiptavina þegar sólbaðsstofur voru opnaðar að nýju. „Það voru fleiri hundruð manns búin að bóka áður en við opnuðum. Nú er kannski ekki biðröð en allir dagar eru mjög þétt bókaðir,“ segir Ómar, sem kveðst eiga von á því að eftirspurnin haldi áfram inn í sumarið. „Sumarið er yfirleitt mjög gott, en það er ljóst að þetta verður öðruvísi sumar. Landsmenn eru ekki mikið á faraldsfæti og koma þess í stað í sólina til okkar. Þess utan er sumarið alla jafna mjög gott, þannig að ég á von á því að það verði nóg að gera,“ segir Ómar.

Spurður hvort slæmt veðurfar skili sér í fjölgun ferða á sólbaðsstofur kveður Ómar já við. „Við fengum þrjá til fjóra mjög góða mánuði rigningarsumarið mikla árið 2018 þannig að það hefur áhrif. Við þurfum öll á sólinni að halda,“ segir Ómar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert