Fullyrt að íslenskan sé á útleið í Outlook fyrir iPhone

Það er margt að sjá og margt að varast á …
Það er margt að sjá og margt að varast á netinu. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Microsoft hefur tilkynnt að hætt verði að bjóða upp á íslenska útgáfu Outlook-appsins fyrir Apple-snjalltæki í lok júní. Íslenska er eitt 27 tungumála sem fyrirtækið hyggst taka af lista sínum að þessu sinni, að því er fram kemur í erlendum fjölmiðlum.

Norska Dagbladet greinir frá þessu en nýnorska er eitt af umræddum tungumálum sem hætt verður að styðja. Áfram verður þó boðið upp á norskt bókmál.

Að því er fram kemur á vefnum OnMSft gefur Microsoft þær skýringar að ráðist sé í þessar breytingar til að viðhalda samhæfingu á öllum öppum fyrirtækisins fyrir Apple-snjalltæki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ekkert er minnst á þjónustu við Android-tæki í skrifum áðurnefndra miðla. Þýdd útgáfa Outlook-appsins stendur nú Íslendingum til boða en þó er íslenska ekki á lista yfir tungumál sem í boði eru fyrir Android-tæki á heimasíðu Microsoft.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »