Grunaður um fíkniefnasölu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi sem er grunaður um fíkniefnasölu. Hann var eftirlýstur vegna fyrri mála og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. 

Fimm ökumenn voru handteknir og sendir í sýnatöku vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna í gærkvöldi og nótt á höfuðborgarsvæðinu

Sá fyrsti var handtekinn klukkan 18 vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna og án ökuréttinda. Laus að sýnatöku lokinni.

Tveimur tímum síðar var ökumaður handtekinn í miðborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna. Laus eftir sýnatöku.

Lögreglan handtók ökumann skömmu fyrir miðnætti vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Laus eftir sýnatöku.

Klukkan 2:10 var síðan ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann verður einnig kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum að því er segir í dagbók lögreglunnar.

Fimm mínútum síðar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert