Rúta stóð í ljósum logum

Rútan í ljósum logum.
Rútan í ljósum logum. Ljósmynd/Aðsend

Fyrr í dag kviknaði í mannlausri rútu á vegi við Drumboddsstaði í Biskupstungum. Rútan var á leið frá Hvítá, þar sem farþegarnir höfðu verið í kajaksiglingu, og í búningsklefa. Hún drap þó á sér á miðri leið þannig að farþegarnir höfðu skömmu áður en eldurinn braust út verið fluttir áleiðis í öðrum farartækjum.

Rútan stóð yfirgefin í vegarkantinum í kjölfarið og á meðan enginn sá til braust út eldur í vélinni og fljótlega varð eldurinn mikill. Vegfarandi gerði slökkviliði síðan viðvart, sem tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Eining Brunvarna Árnessýslu á Flúðum var send á staðinn.

Enginn var svo mikið sem nálægt rútunni þegar þetta atvikaðist og engum varð meint af. Rútan sjálf er mjög illa farin. 

Ljósmynd/Aðsend

„Það er alltaf svolítið mál að slökkva í svona en þetta gekk giftusamlega,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, við mbl.is.

Ljósmynd/Aðsend
map.is
mbl.is