Selt á Hveravöllum

Pétur í ríki sínu, hér með skálabyggingu að baki sér.
Pétur í ríki sínu, hér með skálabyggingu að baki sér. mbl.is/Sigurður Bogi

Rútufyrirtækið Allrahanda ehf. hefur selt eignir sínar á Hveravöllum á Kili; fasteignir og aðstöðu. Pétur Gíslason, sem undanfarin ár hefur haft með höndum ferðaþjónustu á staðnum, er kaupandi og með honum Hörður Ingólfsson. Þeir félagar kaupa Hveravallafélagið ehf., þar sem fyrir er Húnavatnshreppur með lítinn eignarhlut. Kaupverð er ekki gefið upp.

Tvær skálabyggingar eru á Hveravöllum; annað húsið er byggt um 1980 og hefur verið stækkað síðan; þar er veitingasala og gistiálma með sex þriggja manna herbergjum. Hin byggingin er gamalt sæluhús sem reist var upphaflega af Ferðafélagi Íslands árið 1932. Þar eru um 30 gistipláss. Margvíslegar hugmyndir hafa verið um frekari uppbyggingu á Hveravöllum sem þó hafa ekki náð fram að ganga.

„Ég sé möguleika í stöðunni, kórónuveiran kennir okkur mannfólkinu að meta betur hreinleika, óspillta náttúru og víðerni,“ segir Pétur Gíslason, sem verið hefur viðloða Hveravelli um langt árabil, meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »