Slasaðist í göngu á Þorbirni

Fjallið Þorbjörn.
Fjallið Þorbjörn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í hádeginu til að aðstoða konu sem slasaðist á fæti við göngu á fjallinu Þorbirni, rétt við Grindavík.

Tveir hópar úr björgunarsveitinni voru sendir af stað til að aðstoða konuna. Henni var komið niður af fjallinu og var hún flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.

Samkvæmt upplýsingum frá Boga Adolfssyni í björgunarsveitinni Þorbirni var konan sett á börur þaðan sem henni var komið hærra upp fjallið. Ástæðan er sú að björgunarsveitarmenn vildu finna öruggari leið til að koma henni niður.

Þegar niður á jafnsléttu var komið var konan flutt í sjúkrabíl á Landspítalann en talið er að hún sé fótbrotin.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert