Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey

Miklar skemmdir urðu á fiskvinnsluhúsi Hrísey Seafood í Hrísey í …
Miklar skemmdir urðu á fiskvinnsluhúsi Hrísey Seafood í Hrísey í gær. Vettvangsrannsókn lauk síðdegis en ekki er á þessu stigi hægt að segja til um orsök eldsvoðans og málið enn á frumstigi. Ljósmynd/Birgir

Vettvangsrannsókn er lokið á brunavettvangi í Hrísey. Ekki er á þessu stigi hægt að segja til um orsök eldsvoðans og málið enn á frumstigi. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Rannsókn hófst í morgun þegar sér­fræðing­ur frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un fór ásamt þrem­ur lög­regluþjón­um, tveim­ur frá tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og ein­um rann­sókna­lög­regluþjóni frá Ak­ur­eyri, með fyrstu ferju til Hrís­eyj­ar. 

Eldur kom upp í gamla frystihúsinu í eyjunni í gærmorgun þar sem Hrísey Seafood er með fiskvinnslu. Húsið er gjörónýtt. 

Til viðbótar við rannsóknarvettvanginn hefur lögreglan leitað til íbúa eyjarinnar með myndefni sem sýna betur þróun brunans þar til slökkvilið kom á vettvang.

Vettvangi hefur verið skilað til tryggingafélagsins og hófst strax vinna við að draga úr skaða frá rústunum þar sem lausar plötur voru farnar að fjúka. Unnið verður áfram að rannsókn málsins.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert