45 verkefni fá 36 milljónir

Tilkynnt hefur verið um aukaúthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, 36 milljónum króna er veitt til 45 verkefna af margvíslegum toga.

Fram kemur í tilkynningu, að nýlega hafi verið auglýst eftir styrkumsóknum á sviði bókmennta og bókmenningar vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Umsóknarfrestur rann út 11. maí.

Þá segir, að alls hafi borist 257 styrkumsóknir frá 199 aðilum. Sótt hafi verið um fyrir verkefni að heildarupphæð 588 milljónir króna.

„Veitt er 36 milljónum króna í styrki til 45 verkefna af ýmsum toga og fyrir allan aldur — og þau fara fram víða um land. Þar má nefna margvísleg ritstörf, útgáfu, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburði, vefi, hljóðbókagerð, ritsmiðjur, námskeiðahald og fleira,“ segir í tilkynningunni. 

Nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert