Aðeins ein ferð á dag í sumar

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur.

„Við vildum hafa tvær ferðir á dag eins og vanalega. Ég myndi segja að það hafi verið varnarsigur að ná þó einni ferð á dag enda eru rekstrarforsendur Sæferða allt aðrar í sumar en undanfarin ár,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.

Fyrr í vikunni var útlit fyrir að Breiðafjarðarferjan Baldur myndi ekki sigla í sumar. Sæferðir, fyrirtæki í eigu Eimskips, sem reka ferjuna töldu ekki forsendur fyrir útgerðinni vegna hruns í komu ferðamanna.

Sæferðir hafa notið ríkisstyrks til siglinga Baldurs á veturna en ferjan hefur siglt á markaðsforsendum á sumrin. Úr varð að stjórnvöld hjuggu á hnútinn og samið var við Vegagerðina um framlag sem tryggir siglingar í sumar. Aðeins verður um eina ferð á dag að ræða en ekki tvær eins og verið hefur. Hins vegar er gert ráð fyrir að hægt sé að bæta við fimmtán aukaferðum á álagstímum í sumar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert