Lindaskóli sigraði í Skólahreysti annað árið í röð

Nemendur úr Lindaskóla fögnuðu sigrinum vel og innilega.
Nemendur úr Lindaskóla fögnuðu sigrinum vel og innilega. mbl.is/Sigurður Unnar

Lindaskóli stóð uppi sem sigurvegari Skólahreystis í ár eftir harða keppni við átta aðra skóla. Heiðarskóli í Reykjanesbæ hafnaði í öðru sæti og Árbæjarskóli því þriðja. Þetta er annað árið í röð sem Lindaskóli vinnur keppnina.

Árbæjarskóli, Flóaskóli, Grunnskóli Húnaþings Vestra, Grunnskólinn á Hellu, Heiðarskóli, Lindaskóli, Lundaskóli og Varmahlíðarskóli öttu kappi á úrslitakvöldinu sem haldið var í kvöld.

Keppnin var mjög hörð allt til enda en Lindarskóli vann að lokum með 43 stig, sex stigum meira en Heiðarskóli. Árbæjarskóli lauk keppni með 32 stig en setti um leið Íslandsmet í upphífingum.

Toppurinn á 16 ára ferli

Andrés Magnússon, einn skipuleggjandi Skólahreystis, segir mótið það besta sem hann hefur upplifað.

„Þetta var toppurinn á 16 ára Skólahreystisferli. Mótið var frábært og keppendur öflugir og þetta rann allt saman í glæsilega útkomu,“ segir hann.

Það kom ekki að sök að keppnin hafi verið keyrð í gegn á þremur dögum sökum kórónuveirufaraldursins þrátt fyrir að það hafi myndað nýjar áskoranir. Andrés segir að það hafi verið augljóst að krakkarnir hafi æft á fullu þrátt fyrir að samkomubann hafi komið í veg fyrir skólahald.

mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert