Þórólfur búinn að skila drögum að minnisblaði

Mikið veltur á því hvernig Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur best …
Mikið veltur á því hvernig Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur best að standa að skimun á landamærum Íslands. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað til Svandísar Svavarsdóttur drögum að minnisblaði um útfærslu opnunar landamæra og skimunar á Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir aðstoðarmaður ráðherra í samtali við mbl.is.

Ekki fæst uppgefið hversu ýtarleg drögin eru eða hvert efni þeirra er en búist er við því að Þórólfur skili endanlegri útgáfu af sér eftir helgi. Vísir greindi fyrst frá.

Verkefnisstjórn um sýnatöku fyrir COVID-19 skilaði af sér skýrslu í byrjun vikunnar þar sem fram kom að það væri gerlegt að skima fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands.

Ekki er þó ljóst hvernig á að útfæra skimunina nánar eða hverjir munu koma að henni en verkefni sóttvarnalæknis er að skila sínum tillögum til ráðherra með tilliti til þess sem kemur fram í skýrslunni.

Ekki náðist í Þórólf við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina