Mikinn reyk lagði frá viftu

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Slökkvilið Akureyrar var kallað út að Vestursíðu á tólfta tímanum í dag vegna mikils reyks í íbúð í fjölbýlishúsi.

Í samtali við mbl.is segir Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri að reykurinn hafi verið bundinn við eina íbúð en hún var mannlaus er slökkvilið kom á vettvang. Ekki þurfti að slökkva eld en íbúðin var reykræst og hefur slökkvilið lokið störfum á vettvangi. Talið er að upptök eldsins megi rekja til viftu í eldhúsi íbúðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert