Sex sumarstörf hjá forsetanum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex sumarstörf eru nú laus til umsóknar hjá embætti forseta Íslands. Störfin eru öll ætluð háskólanemum og eru hluti af átaki stjórnvalda til að vinna gegn atvinnuleysi vegna kórónukreppunnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, vekur athygli á þessu í færslu á Facebook.

Störfin tengjast þremur verkefnum. Það fyrsta er könnun á hugmyndum um friðun og framtíðarnýtingu Bessastaðaness, en í því felst að kanna sjónarmið arkitekta, skipulagsfræðinga og annarra sérfræðinga, skipulagsyfirvalda og fleiri á verkefninu.

Annað er rannsókn á lífríki Bessastaðatjarnar og Lambhúsatjarnar og lífríki og landfræði Bessastaðaness, og hið þriðja skráning bókasafns Bessastaða.

Umsóknarfrestur er til 7. júní 2020 og er sótt um á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert