Þórólfur telji skimun vera réttu leiðina

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi vegna …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi vegna veirunnar í apríl. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stendur fyrir aftan þau. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé rétta leiðin þegar komi að opnun landamæranna.

Þetta sagði Svandís í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni og er greint frá á Vísi. 

Eins og sagt var frá í gærkvöldi skilaði Þórólf­ur drög­um að minn­is­blaði um út­færslu opn­un­ar landa­mæra og skimun­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli til ráðherra. 

Svandís sagði jafnframt í þættinum, að sóttvarnalæknir leggi það til í drögunum að minnisblaðinu að stjórnvöld haldi sig við það að opna landamærin 15. júní. Hver einasti ferðamaður verði frá og með þeim deg skimaður og árangurinn metinn jafnóðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert