Þórólfur telji skimun vera réttu leiðina

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi vegna …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi vegna veirunnar í apríl. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stendur fyrir aftan þau. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé rétta leiðin þegar komi að opnun landamæranna.

Þetta sagði Svandís í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni og er greint frá á Vísi. 

Eins og sagt var frá í gærkvöldi skilaði Þórólf­ur drög­um að minn­is­blaði um út­færslu opn­un­ar landa­mæra og skimun­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli til ráðherra. 

Svandís sagði jafnframt í þættinum, að sóttvarnalæknir leggi það til í drögunum að minnisblaðinu að stjórnvöld haldi sig við það að opna landamærin 15. júní. Hver einasti ferðamaður verði frá og með þeim deg skimaður og árangurinn metinn jafnóðum. 

mbl.is