Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss

Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss.
Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Sundlauginni á Selfossi var lokað í hádeginu í dag og allir sundlaugargestir reknir upp úr vegna slyss sem varð í lauginni. Lögregla og sjúkralið er við laugina.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, staðfestir við mbl.is að slys hafi orðið í lauginni en engar frekari upplýsingar fást að svo stöddu.

mbl.is