Nafn mannsins sem lést í Aðaldal

Árni Björn Jónasson.
Árni Björn Jónasson. Ljósmynd/Aðsend

Maðurinn sem lést í Laxá í Aðaldal í nótt hét Árni Björn Jónasson. Hann var 73 ára verkfræðingur og búsettur í Kópavogi. 

Árni Björn lætur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Ragnarsdóttur framhaldsskólakennara. Saman eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 

Fjölskylda Árna Björns vill koma á framfæri sérstökum þökkum til veiðifélaga hans, björgunarsveita, lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar. 

mbl.is