Borgarlína, hjólandi og gangandi í forgang

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Græna plan Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og tryggja að þær verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mælir í dag fyrir tillögu í borgarstjórn um Græna planið, víðtæka áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, Líf …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Græna planið leggur áherslu á að skapa fjölda starfa við uppbyggingu, nýsköpun og skapandi verkefni. Ný hverfi verða byggð og græn svæði fegruð og tengd með grænu neti. Þá verði borgarlínan, hjólandi og gangandi sett í algjöran forgang í samgöngumálum.

Endurreisn Íslands eftir heimsfaraldurinn mun kalla á mikla fjárfestingu, að tækifæri verði sköpuð og störf búin til. Reykjavík ætlar því að velja grænu leiðina út úr kreppunni með því að stilla upp fjármálum, fjárfestingu, framkvæmdum og atvinnusköpun næstu ára með grænum hætti. Þá munu grænar áherslur verða ráðandi í fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlunar,“ segir í tilkynningunni.

Áætlunin tekur til 13 þátta í borginni en á næstu vikum mun borgarstjóri efna til samráðs um þá með fyrirtækjum í borginni, aðilum vinnumarkaðarins og eiga viðræður við ríkisstjórn um græna atvinnusköpun, flýtingu stórra framkvæmda og fjárfestingar fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert