Ekkert mat, engin þátttaka

Sif og sonur hennar, Her-mann Alexander, á yngri árum.
Sif og sonur hennar, Her-mann Alexander, á yngri árum. Ljósmynd aðsend

Þrátt fyrir að reglugerðarbreyting vegna barna sem þurfa meðferð við skarði í vör og/eða gómi hafi tekið gildi 1. janúar síðastliðinn og kveði á um að börn sem vilji þátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna þess þurfi að gangast undir mat hjá tannlæknadeild Háskóla Íslands virðist enginn vera almennilega tilbúinn að framkvæma slíkt mat.

Því fá börn, sem hafa nú þegar verið tekin inn í greiðslukerfi SÍ, ekki greiðsluþátttöku SÍ á meðan ekkert mat er í boði.

Þetta kemur fram í bréfi sem móðir ellefu ára drengs sem hefur verið í meðferð vegna skarðs í vör í fimm ár sendi heilbrigðisráðherra fyrir helgi.

„Með því að búa til reglugerðir en ekki ræða við fólkið um hvernig framkvæmdin er á þessu mun okkur ekki takast að gera vel fyrir þessi börn,“ segir Sif Huld Albertsdóttir, móðir drengsins, í bréfi sínu til ráðherra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag,

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »