Fagnar 103 árunum heima á Hlíðarvegi

Helga Guðmundsdóttir
Helga Guðmundsdóttir

Helga Guðmundsdóttir frá Bolungarvík varð 103 ára 17. maí, skömmu eftir að hún jafnaði sig á COVID-19, elst Íslendinga sem hafa fengið sjúkdóminn.

Á meðan ástandið var enn viðkvæmt á hjúkrunarheimilinu Bergi, þar sem hún býr, og á landinu almennt, þótti ekki henta að fagna afmælinu með miklu pompi og prakt og blómvöndur frá forsætisráðherra var látinn duga. Þetta stendur til bóta: Helga ætlar að bregða sér af bæ um næstu helgi, sem sé hjúkrunarheimilinu, og skreppa á gamla heimili sitt á Hlíðarvegi í Bolungarvík, þar sem hún býður fjölskyldunni að fagna með sér 103 ára afmælinu.

Að sögn Agnesar Veroniku Hauksdóttur, barnabarns Helgu sem einnig hjúkraði henni sem sjúkraliði í faraldrinum, er Helga orðin eldhress eftir veikindin og spennt fyrir afmælisveislunni. Hún er alveg með á nótunum, heklar og er spennt að geta hitt vinkonu sína á hjúkrunarheimilinu þegar einangrunarráðstöfunum er smátt og smátt aflétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert