Hefur lagt fram 340 fyrirspurnir

Björn Leví í ræðustól Alþingis.
Björn Leví í ræðustól Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram samtals 340 fyrirspurnir til ráðherra síðan hann settist fyrst á þing árið 2014. Hann hefur nú skotist rækilega fram úr Jóhönnu Sigurðardóttur sem átti fyrra met, 255 fyrirspurnir.

Á yfirstandandi þingi, 150. löggjafarþinginu, hefur Björn Leví lagt fram 114 fyrirspurnir. Af þeim eru 84 nánast samhljóða. Þær fjalla um lögbundin hlutverk stofnana ríkisins og kostnað við verkefni þeim tengd. Aðeins er sett inn heiti hverrar stofnunar fyrir sig í hverja fyrirspurn.

Nýlega lagði Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki fram fyrirspurn til allra ráðherra í ríkisstjórninni. Spyr Brynjar um það hversu margir starfsmenn ráðuneytis þeirra komi að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver sé áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hafi farið árlega síðastliðin fimm ár.

Þá vill hann fá upplýsingar um kostnað við að svara fyrirspurnum frá Pírötum. Ráðuneytin vinna nú að því að svara fyrirspurnum Björns og Brynjars, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert