Kynna áform um friðlýsingu Lundeyjar

Í Lundey á Kollafirði eru heimkynni um 10 þúsund lundapara.
Í Lundey á Kollafirði eru heimkynni um 10 þúsund lundapara. mbl.is/Árni Sæberg

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði sem friðland. Áformin eru kynnt í samstarfi við Reykjavíkurborg og landeiganda.

Lundey liggur á innanverðum Kollafirði, milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi. Eyjan hefur fyrst og fremst hátt verndargildi vegna stórrar sjófuglabyggðar, einkum lunda, en á eyjunni verpa hátt í 10.000 pör. Auk þess er svæðið mikilvægt bú- og varpsvæði fleiri mikilvægra fuglategunda s.s. ritu, æður og teistu. Þá er að finna sérstætt gróðurlendi í Lundey, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Nálægð eyjarinnar við höfuðborgarsvæðið er sögð auka mikilvægi hennar til fræðslu og náttúruskoðunar ferðamanna.

mbl.is