Segja enga kröfu um fjárnám hafa borist

Stofnunin segist harma töfina.
Stofnunin segist harma töfina. mbl/Arnþór Birkisson

Tryggingastofnun segir það rangt sem fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi boðað forstjóra stofnunarinnar til fyrirtöku um fjárnám.

Fréttablaðið sagði stofnunina ekki hafa efnt dómsátt í máli um bú­setu­skerðing­ar tveggja ör­yrkja inn­an greiðslu­frests og því hafi gagnaðilar sátt­ar­inn­ar leitað til sýslu­manns með aðfar­ar­beiðni.

Harmar töfina

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að engin krafa um fjárnám hafi borist, enda hafi málið verið afturkallað. Dómsátt hafi þá verið greidd út á miðvikudag í síðustu viku.

„Samkvæmt venju eru gefnir 15 dagar til greiðslu á dómssátt, en í þessu tilfelli liðu 11 virkir dagar umfram hefðbundinn greiðslufrest og harmar TR þá töf,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert