Skjálfti upp á 2,8 stig

Kort/Veðurstofa Íslands

Vísbendingar eru um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn við Grindavík en jarðskjálfti sem mældist 2,8 stig reið yfir um tvö í nótt rúmlega 5 km vestsuðvestur af Reykjanestá.

Á laugardag jókst jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur og voru staðsettir um 300 skjálftar þann dag. Stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð. Einnig var skjálfti af stærð 2,5 aðfaranótt 31. maí sem fannst í Grindavík. Heldur hafði dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu vikur en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku (20.-27. maí). 

Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert