Tryggingastofnun átti fjárnám yfir höfði sér

Sýslumaður boðaði forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins til fyrirtöku um fjárnám hjá stofnuninni í síðustu viku. Stofnunin efndi ekki dómsátt í máli um búsetuskerðingar tveggja öryrkja innan greiðslufrests og leituðu gagnaðilar sáttarinnar til sýslumanns með aðfararbeiðni. Greiðsla barst loksins á föstudag. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Dómsátt var gerð í málinu í lok apríl, einkum með vísan til álits umboðsmanns Alþingis um búsetuskerðingarnar sem birt var vorið 2018 og nýrri afstöðu ráðuneytisins í kjölfar þess. Samkvæmt sáttinni bar TR að greiða tveimur öryrkjum samtals rúma fimm og hálfa milljón króna. Tryggingastofnun efndi hins vegar ekki sáttina innan greiðslufrests og því lögðu öryrkjarnir fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni.

Frétt Fréttablaðsins í heild

mbl.is