Brotist inn á þremur stöðum

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi. mbl.is/Jón Sigurðsson

Brotist var inn á þremur stöðum á Blönduósi í nótt og var verðmætum stolið. Einn hefur verið handtekinn við rannsókn lögreglu og er sá nú í haldi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Málið er sagt hafa verið unnið í góðri samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og lögregluna á Norðurlandi eystra.

„Annar aðili var gómaður á Sauðárkróki seinnipartinn í dag þar sem hann var kominn inn í bíl sem lagt var við heimahús. Hafði sá ætlað að taka verkfæratösku sem var í bílnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar, sem biður fólk að vera vel á varðbergi gagnvart grunsamlegum mannaferðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina