Mikil hryggð og sorg vegna málsins

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í maí.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í maí. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna segir fyrstu viðbrögð við fregnum um að maður hafi verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum um áttrætt með alzheimer á háu stigi vera mikla hryggð og sorg.

Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Ljósmynd/Alzheimersamtökin

„Fyrstu viðbrögð eru mikil hryggð og sorg yfir því að svona skuli einhver gera, að fólki skuli misnota þessar aðstæður sem fólk er í sem er varnarlaust og getur litla björg sér veitt,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.

Hún segir meint brot ekki hafa komið inn á borð samtakanna. Þau vita ekki hvort þau áttu sér stað á stofnun eða annars staðar og ekki heldur hvort um starfsmann er að ræða. Samtökin hafa ekkert rætt við lögregluna vegna málsins en aðspurð segist Vilborg sem betur fer ekki muna eftir því að sams konar mál hafi áður komið upp.

Í ákær­unni er maður­inn sagður hafa nauðgað ann­arri kon­unni í sum­ar­byrj­un 2017. Þá er hann sagður hafa not­fært sér að kon­an var með heila­bil­un af völd­um blóðrástrufl­ana og alzheimer á háu stigi. Hún hafi þannig ekki getað spornað við gjörðum manns­ins eða skilið þær.

Þá er maður­inn einnig sagður hafa nauðgað hinni kon­unni þris­var sinn­um haustið 2018. Hann er sagður hafa not­fært sér að kon­an var með alzheimer og þannig ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert