Réðst á starfsmann rakarastofu

Manninum hafði verið vísað út af rakarastofunni að því er …
Manninum hafði verið vísað út af rakarastofunni að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er úr safni mbl.is. AFP

Lögreglu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi sem hafði ráðist á starfsmann rakarastofu á Laugaveginum og skemmt síðan gleraugu og bifhjól starfsmannsins síðdegis í gær. Áður hafði manninum verið vísað út af rakarastofunni sökum ástands. Málið er í rannsókn lögreglu.

Ölvaður maður sem er grunaður um líkamsárás og hótanir á heimili í miðborginni (hverfi 101) var handtekinn í nótt og er hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt til lögreglu um mann í mjög annarlegu ástandi í Skeifunni.  Maðurinn var handtekinn og er hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Í nótt var för ökumanns stöðvuð í Mosfellsbæ sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess sem maðurinn hefur ítrekað verið stöðvaður undir stýri þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert